Slagbrandur [2] (1978-82)

Hljómsveitin Slagbrandur var framarlega í dansleikjaspilamennsku á Austfjörðum í kringum 1980 og sendi m.a.s. frá sér tvær hljómplötur meðan hún starfaði. Slagbrandur var stofnuð á Egilsstöðum árið 1978 og kom fyrst fram á dansleik í Valaskjálfi í heimabænum haustið 1979 en sá staður varð eins konar heimavöllur sveitarinnar. Það var píanóleikarinn Árni Ísleifsson sem hafði…

Færibandið [4] (2004)

Hljómsveitin Færibandið starfaði á Ísafirði árið 2004 en sveitin var skipuð kennurum við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ekki liggur þó fyrri hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Færibandsins  voru Hulda Bragadóttir, Sigurður Friðrik Lúðvíksson, Tumi Þór Jóhannsson, Olavi Körre og Guðrún Jónasdóttir, Guðrún mun hafa sungið með sveitinni en upplýsingar óskast um hljóðfæraskipan hennar.

Áslákur [2] (1979-81)

Hljómsveitin Áslákur starfaði á Egilsstöðum (ein heimild segir Hlöðum) um 1980. Sveitin mun að mestu hafa verið í sveitaballageiranum og var stofnuð haustið 1979, meðlimir hennar voru Sigurður Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Ragnar Á. Þorsteinsson trommuleikari og Stefán Snædal Bragason hljómborðsleikari. Viðar Aðalsteinsson var söngvari sveitarinnar um tíma. Hann söng þó ekki…