Ósmenn (1967-72)

Hljómsveitin Ósmenn starfaði á Blönduósi um 1970, þetta var ballsveit sem lék einkum í Húnaþingi og var m.a. fastur gestur á Húnavöku, en fór stundum út fyrir heimabyggðina og lék t.a.m. í einhver skipti um verslunarmannahelgar í Vaglaskógi. Ósmenn voru stofnaðir vorið 1967 og störfuðu þá fyrst aðeins yfir sumarið en fóru þá í pásu.…

Ma’estro (1968)

Hljómsveitin Ma‘estro (Maestro) var skipuð ungum meðlimum en hún starfaði um nokkurra mánaða skeið til ársloka 1968. Sveitina, sem var úr Kópavogi, skipuðu Ólafur Torfason söngvari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sigurður Hermannsson gítarleikari, Páll Eyvindsson bassaleikari og Ari Kristinsson orgelleikari. Eiður Örn Eiðsson mun hafa verið viðloðandi sveitina en ekki liggur fyrir hvenær.