Íslenski blásarakvintettinn (1976-88)

Íslenski blásarakvintettinn starfaði um nokkurra ára skeið á árunum 1976 til 1988 og lék þá á nokkrum tónleikum, plata var alla tíð í farvatninu en kom þó aldrei út. Kvintettinn var stofnaður árið 1976 og framan af voru í honum Manuela Wiesler flautuleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari, Kristján Þ. Stephensen óbóleikari, Stefán Þ. Stephensen hornleikari…

Chalumeaux tríóið (1989-)

Chalumeaux tríóið hefur verið starfandi í áratugi en það er skipað þremur klarinettuleikurum sem leika á fjölda gerða hljóðfærisins. Chalumeaux tríóið var stofnað árið 1989 og voru meðlimir þess lengst af þeir Óskar Ingólfsson, Sigurður Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson, tríóið hefur jafnan komið fram með aukahljóðfæraleikurum og söngvurum og meðal söngvara má nefna Margréti…