Afmælisbörn 10. júlí 2022

Níu afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Helgi varð fyrst þekktur er hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að hafa…

Sigurður Ísólfsson (1908-92)

Orgnistans Sigurðar Ísólfssonar verður e.t.v. helst minnst fyrir ríflega hálfrar aldar starf sitt við Fríkirkjuna í Reykjavík en hann starfaði við kirkjuna fyrst sem aðstoðarmaður og svo organisti og kórstjóri. Sigurður G. Ísólfsson (Sigurður Guðni Ísólfsson) fæddist sumarið 1908 á Stokkseyri og er ekki hægt að segja annað en að tónlistin hafi verið honum borin…

Fríkirkjukórinn í Reykjavík (1899-2012)

Fríkirkjan í Reykjavík var stofnuð haustið 1899 og líklega hefur verið starfandi kór við kirkjuna frá upphafi og nokkuð samfleytt, á ýmsu hefur þó gengið og hefur þurft að endurstofna kórinn að minnsta kosti tvívegis. Fríkirkjan var sem fyrr segir stofnuð rétt um aldamótin 1900 og fljótlega var hús byggt við Reykjavíkurtjörn sem enn stendur.…