Afmælisbörn 22. október 2025

Fjórir tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sjötíu og eins árs gamall á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi…

Sigurður Kr. Sigurðsson (1955-2017)

Sigurður Kr. Sigurðsson varð landsþekktur þegar hann söng lagið Íslensk kjötsúpa undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en hann hafði þá um nokkurra ára skeið sungið með hljómsveitum sem sumar hverjar voru nokkuð þekktar. Sigurður Kristmann Sigurðsson (f. 22. október 1955) vakti fyrst athygli árið 1973 þegar hann átján ára gamall hóf að syngja með…

Eik (1972-79 / 2000)

Hljómsveitin Eik er ein minnisstæðasta funkfusionsveit íslenskrar tónlistarsögu, fékk ævinlega frábæra dóma hvar sem hún spilaði en galt þess að starfa á tímabili svokallaðrar brennivínstónlistar og stuðs (eins og Dr. Gunni hefur skilgreint áttunda áratuginn), fyrir vikið átti sveitin sér lítinn en traustan aðdáendahóp sem mætti á tónleika til að hlusta en fór á mis…