Harðfiskar (1986)

Hljómsveit starfaði í Hólabrekkuskóla í Breiðholti árið 1986 undir nafninu Harðfiskar. Sveitin var fimm manna og voru meðlimir hennar Hafsteinn Hafsteinsson söngvari, Ragnar Jónsson gítarleikari og Sigurður Pétursson bassaleikari auk tveggja annarra sem nöfnin vantar á. Harðfiskar gengu síðan í gegnum mannabreytingar og varð hljómsveitin Prima til upp úr þeim, og síðar Fjörkallar. Frekari upplýsingar…

Fjörkallar [2] (1988-89)

Hljómsveitin Fjörkallar úr Breiðholtinu kom með heilmiklu írafári fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var nokkuð áberandi í gleðipoppdeildinni næstu tvö sumur en hvarf svo án þess að senda frá sér sumarsmell sem hefði ekki verið óvænt miðað við umfang og vinsældir sveitarinnar en hún hafði eitthvað af frumsömdu efni á takteinum. Það voru þeir…

Prima (1986-87)

Hljómsveitin Prima var hljómsveit hóps fremur ungra tónlistarmanna úr Reykjavík sem gekk undir nokkrum nöfnum, sveitin hafði t.d. gengið undir nafninu Harðfiskur áður en þeir félagar tóku upp nafnið Prima 1986. Prima lék á nokkrum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1987 en hafði fram að því einungis leikið í skólum, meðlimir sveitarinnar voru þá Hafsteinn Hafsteinsson…