Högni hrekkvísi (um 1975-80)

Hljómsveitin Högni hrekkvísi var vinsæl ballhljómsveit sem starfaði á Vopnafirði um fjölmargra ára skeið á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og eitthvað fram á þann níunda – heimildir eru um að sveitin hafi verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1975 til 1980 en þá um sumarið (1980) lék hún á dansleik um verslunarmannahelgina…

Pentagon (1991-92)

Hljómsveitin Pentagon starfaði í nokkra mánuði 1991 og 92 á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð haustið 1991 upp úr Kormáki afa sem var skipuð sama mannskap en meðlimir sveitanna voru Pétur Hrafnsson söngvari, Sævar Árnason gítarleikari, Sigurður Ragnarsson hljómborðsleikari, Ásgrímur Ásgrímsson trommuleikari og Sævar Þór Sævarsson bassaleikari. Pentagon starfaði fram á vorið 1992.

Örkin hans Nóa (1993-95)

Sveitaballabandið Örkin hans Nóa var áberandi í Hvaðeraðgerast-dálkum dagblaðanna á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar en sveitin spilaði mikið á því tímabili. Örkin var stofnuð í ársbyrjun 1993 og varð fljótlega tíður gestur á dansstöðum bæjarins og á pöbbum landsbyggðarinnar. Sveitin keyrði á ballöðu sem var á safnplötunni Landvættarokk sem kom út um sumarið og…

Orange empire (1989-94)

Orange empire var undanfari Birthmark sem margir þekkja. Sveitin var stofnuð síðla árs 1989 og var hálfgert hljóðversverkefni Valgeirs Sigurðssonar gítarleikara og Svans Kristbergssonar söngvara og kom til að mynda ekki fram á tónleikum fyrr en 1992, þá hitaði dúettinn upp fyrir Tori Amos. Í kjölfarið fóru þeir félagar að koma meira fram opinberlega og…