Wulfilins-orkestra (1975)

Hljómsveit sem bar heitið Wulfilins-orkestra starfaði í skamman tíma (að öllum líkindum) árið 1975 en hún hafði verið sett saman fyrir dansleik af nokkrum nemum í Íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Meðlimir sveitarinnar voru Arnþór Helgason [hljómborðsleikari?], Sigurður Valgeirsson [trommuleikari?], Hjalti Jón Sveinsson [gítarleikari?] og fleiri, hugsanlega var Gísli Helgason einnig í henni. Frekari upplýsingar…

Bláa bandið [4] (1980)

Hljómsveit sem síðar gekk undir nafninu Nýja kompaníið starfaði í skamman tíma undir heitinu Bláa bandið árið 1980 og lék opinberlega í tvö skipti. Meðlimir sveitarinnar voru Tómas R. Einarsson bassaleikari, Jóhann G. Jóhannsson píanóleikari, Sigurður Valgeirsson trommuleikari, Sveinbjörn I. Baldvinsson gítarleikari og Sigurbjörn Einarsson saxófónleikari.

Nýja kompaníið (1980-83)

Djassbandið Nýja kompaníið vakti þó nokkra athygli á sínum tíma og þegar sveitin gaf út plötu varð hún fyrst sveita hérlendis til að gefa út plötu sem hafði að geyma frumsamda djasstónlist. Nýja kompaníið var í rauninni stofnað sumarið 1980 í Kaupmannahöfn en þeir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Sveinbjörn I. Baldvinsson gítarleikari sem voru…

Amor (1965-69)

Hljómsveitin Amor hélt uppi stuðinu í Vogaskóla (og líklega einnig Austurbæjarskóla) á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Sveitin hafði að geyma nokkra valinkunna meðlimi en þeir voru Tómas M. Tómasson bassaleikara og söngvara (sem síðar varð þekktari með Stuðmönnum og Þursaflokknum), Sigurður Valgeirsson trommuleikari (Spaðar o.fl.) síðar fjölmiðlamaður, Flórentínus Marteinn Jensen gítarleikari og Sigurður…