Afmælisbörn 27. ágúst 2025

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson eða bara Sjón er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Fyrir utan að hafa slegið í gegn sem Johnny Triumph ásamt Sykurmolunum með lagið Luftgítar hefur Sjón samið fjölda texta sem komið hafa út á plötum. Hann hefur einnig gefið út…

Hostile (2004-08)

Hljómsveitin Hostile starfaði í nokkur ár upp úr síðustu aldamótum og lék á fjölmörgum tónleikum meðan hún starfaði, sveitin skildi eftir sig demósmáskífu með þremur lögum. Hostile var stofnuð líklega 2004 en það ár hóf hún að koma fram á tónleikum um haustið. Sveitin lék rokk í þyngri kantinum en hér vantar upplýsingar um nánari…

Hersveitin [1] (1982-83)

Veturinn 1982-83 var starfrækt skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst sem bar heitið Hersveitin en þessi sveit lék á dansleikjum og skemmtunum innan skólans þá um veturinn, m.a. í söngvakeppninni Bifróvision sem var árlegur viðburður þar á sínum tíma. Meðlimir Hersveitarinnar voru þau Pálmi B. Almarsson bassaleikari, Halldór Bachmann hljómborðsleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari, Ragnar Þ. Guðgeirsson…

Gloría (1989-97)

Húsvíska hljómsveitin Gloría starfaði um nokkurra ára skeið og fór mikinn á ballmarkaðnum á heimaslóðum, sveitin lék mikið á þorrablótum en einnig mikið á almennum dansleikjum. Gloría sendi frá sér eina plötu. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1989 og voru stofnmeðlimir hennar Víðir Pétursson gítarleikari, Hrannar Pétursson bassaleikari og söngvari, Þráinn M. Ingólfsson gítarleikari og Sigurpáll…

Johnny Triumph (1985-)

Johnny Triumph er aukasjálf Sjóns en það er oftar en ekki tengt laginu Luftgítar sem hann flutti ásamt hljómsveitinni Sykurmolunum á sínum tíma. Rithöfundurinn Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson) kom upphaflega opinberlega með persónuna Johnny Triumph sumarið 1985 en það var þó ekki fyrr en ári síðar sem hljómsveitin Sykurmolarnir var stofnuð. Haustið 1987 kom síðan…

Rómeó [2] (1987-89)

Hljómsveitin Rómeó frá Húsavík starfaði í að minnsta kosti þrjú ár í lok níunda áratugarins, hún virðist mest hafa spilað á böllum í Þingeyjasýslum. Sveitin var stofnuð 1987 og voru meðlimir hennar bræðurnir Þorvaldur Daði og Kristján Halldórssynir gítarleikarar, Karl Hálfdánarson bassaleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari og Sigurpáll Ísfjörð Aðalsteinsson hljómborðsleikari. Þeir félagar skiptust á að…