Helga Ingólfsdóttir (1942-2009)

Helga Ingólfsdóttir var brautryðjandi með ýmsum hætti þegar kemur að flutningi barrokk tónlistar hér á landi, hún var t.a.m. fyrstur Íslendinga til að nema semballeik og átti stóran þátt í að koma tónlistarhátíðinni Sumartónleikar í Skálholti á koppinn en þar hefur barrokk tónlistinni verið gert hátt undir höfði alla tíð. Helga var jafnframt fyrst Íslendinga…

Söngdagar í Skálholti [tónlistarviðburður] (1979-92)

Um fimmtán ára skeið var haldinn árlegur tónlistarviðburður í Skálholti þar sem fólk úr ýmsum áttum hittist og æfði söng sem var svo fluttur á tónleikum í Skálholtskirkju, undir yfirskriftinni Söngdagar í Skálholti en hugmyndin og frumkvæðið kom frá Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara sem var alla tíð stjórnandi verkefnisins, fleira tónlistarfólk kom þó einnig að verkefninu.…

Skólakór Lýðháskólans í Skálholti (1975-76)

Lýðháskólinn í Skálholti (síðar einnig kallaður Skálholtsskóli) var starfræktur á árunum 1972-93 undir því nafni, lengst af undir stjórn sr. Heimis Steinssonar. Skólinn var afar fámennur og því tæplega grundvöllur fyrir skólakór en veturinn 1974-75 var þó þar starfandi kór undir stjórn söngkennarans Lofts Loftssonar, sem kom fram á skólaslitum skólans vorið 1975 og hugsanlega…

Barna- og kammerkór Biskupstungna (1991-2008)

Mjög öflugt barnakórastarf hófst í Biskupstungunum þegar Hilmar Örn Agnarsson réðist þangað sem dómorganisti við Skálholtskirkju árið 1991 en hann hafði þá helst vakið athygli sem bassaleikari hljómsveitarinnar Þeys tíu árum fyrr. Hilmar Örn reif upp tónlistarlífið í hreppnum og stofnaði þá m.a. Barnakór Biskupstungna og stjórnaði honum þar til yfir lauk vorið 2008. Kórinn…