Hljómsveit Skarphéðins Einarssonar (2010-2019)

Hljómsveit Skarphéðins Einarssonar starfaði í Austur-Húnavatnssýslu, líklega á Blönduósi í um áratug fyrr á þessari öld – hugsanlega þó lengur, samstarf sveitarinnar við Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps var vel þekkt enda náði það yfir fjölda tónleika og rataði aukinheldur inn á plötu. Fyrstu heimildir um hljómsveit Skarphéðins eru frá árinu 2010 en eins og segir hér að…

Sveitó [1] (1966-69)

Bítlahljómsveitin Sveitó var starfrækt á Blönduósi síðari hluta sjöunda áratugar liðinnar aldar og lék þá nokkuð á dansleikjum í heimasveitinni. Sveitó var stofnuð haustið 1966 og lét að sér kveða fljótlega á Blönduósi, lék þá t.a.m. á dansleikjum tengdum Húnavöku en einnig almennum dansleikjum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Baldur Valgeirsson söngvari, Gunnar Sigurðsson trommuleikari (sem…

Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu (1987-2014)

Lúðrasveit var lengi starfrækt við Tónlistarskóla Austur Húnavatnssýslu en ekki liggur fyrir hvort hún sé þar starfandi ennþá, hún var lengst af undir stjórn Skarphéðins Húnfjörð Einarssonar. Sveitin bar nafnið Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu. Tónlistaskólinn sem hefur þrjár starfsstöðvar, á Blönduósi, Skagaströnd og Húnavöllum, var stofnaður haustið 1971 en engar upplýsingar er að finna um hvenær skólalúðrasveit…