Himbrimi [2] (2013-18)

Hljómsveitin Himbrimi starfaði um nokkurt skeið á öðrum áratug þessarar aldar en sveitin átti rætur að rekja til Hafnarfjarðar rétt eins og önnur sveit með sama nafni mörgum árum fyrr, líklega er þó enginn skyldleiki milli sveitanna tveggja. Himbrimi var stofnuð árið 2013 og voru meðlimir hennar frá upphafi þau Margrét Rúnarsdóttir söngkona og hljómborðsleikari,…

Corpsegrinder (1993)

Corpsegrinder var hljómsveit frá Selfossi í harðari kantinum, starfandi árið 1993 og tók þá þátt í Músíktilraunum um vorið. Meðlimir Corpsegrinder voru þeir Njörður Steinarsson bassaleikari, Sveinn Pálsson gítarleikari, Skúli Arason trommuleikari, Óli Rúnar Eyjólfsson söngvari og Óskar Gestsson gítarleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og ekkert bendir til að hún hafi verið…