Hippabandið [1] (1981-82)
Hippabandið var hljómsveit sem starfaði innan Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði snemma á níunda áratug síðustu aldar en sveitin var þó í raun frá Hvammstanga. Hippabandið var líklega stofnuð haustið 1981 sem skólahljómsveit á Reykjum, og voru meðlimir hennar þeir Geir Karlsson gítarleikari, Júlíus Ólafsson söngvari, Eiríkur Einarsson (Eiki Einars) gítarleikari, Ragnar Karl Ingason bassaleikari…


