Hippabandið [1] (1981-82)

Hippabandið var hljómsveit sem starfaði innan Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði snemma á níunda áratug síðustu aldar en sveitin var þó í raun frá Hvammstanga. Hippabandið var líklega stofnuð haustið 1981 sem skólahljómsveit á Reykjum, og voru meðlimir hennar þeir Geir Karlsson gítarleikari, Júlíus Ólafsson söngvari, Eiríkur Einarsson (Eiki Einars) gítarleikari, Ragnar Karl Ingason bassaleikari…

Slagarasveitin (1986-)

Slagarasveitin er hljómsveit sem hefur verið starfrækt frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega starfaði hún á Hvammstanga en hefur á síðustu árum gert út frá höfuðborgarsvæðinu, sveitin hefur þó fjarri því starfað samfleytt og áður en meðlimir hennar fóru á fullt skrið aftur var hún í fimmtán ára pásu þar á undan.…

Blúsveisla Skúla mennska á Stofunni

Miðvikudagskvöldið 7. október bjóða Skúli mennski og hljómsveit til lítillar blúsveislu á Stofunni við Vesturgötu 3, í miðbæ Reykjavíkur. Á efnisskránni verða að mestu frumsamdir blúsar en efni eftir Elmore James, John Lee Hooker og Tom Waits fær að fljóta með svo dæmi séu tekin. Ragnheiður Gröndal lítur við og veitir drengjunum liðsinni sitt í…