Blúsveisla Skúla mennska á Stofunni

SKúli mennskiMiðvikudagskvöldið 7. október bjóða Skúli mennski og hljómsveit til lítillar blúsveislu á Stofunni við Vesturgötu 3, í miðbæ Reykjavíkur.

Á efnisskránni verða að mestu frumsamdir blúsar en efni eftir Elmore James, John Lee Hooker og Tom Waits fær að fljóta með svo dæmi séu tekin.

Ragnheiður Gröndal lítur við og veitir drengjunum liðsinni sitt í nokkrum lögum og söngvaskáldið Þórhallur Sigurðsson stígur fram og opnar kvöldið.

Tónleikarnir standa frá 21:00 til 23:00 og það er frítt inn.

https://www.facebook.com/events/980032165396845/

Skúli mennski og hljómsveit eru:
– Skúli mennski söngur og gítar
– Hjörtur Stephensen gítar
– Kristinn Gauti Einarsson trommur
– Andri Guðmundsson bassi