Blús á Bird í kvöld

GG blús og Ungfrúin góða og búsið halda saman dúndur tónleika á BIRD við Tryggvagötu í kvöld föstudaginn 24. október. GG BLÚS er rokkaður blús-dúett mannaður þeim Guðmundi Jónssyni á gítar og söng og Guðmundi Gunnlaugssyni á trommur og söng. Á tónleikum eru þeir nafnar annálaðir fyrir góða stemningu, þar sem vel valdar blús-rokk-ábreiður genginna…

Sýslumennirnir (1999-2006)

Um nokkurra ára skeið í kringum og upp úr síðustu aldamótum var starfrækt dixielandhljómsveit í Árnessýslu undir nafninu Sýslumennirnir en sveitin starfaði með hléum á árunum 1999 til 2006 (að minnsta kosti). Það mun hafa verið Skúli Thoroddsen sem hafði frumkvæði að því að stofna hljómsveitina en hann var sópran saxófónleikari hennar, aðrir Sýslumenn voru…

Vindlar faraós (1989-90)

Hljómsveitin Vindlar faraós lék djassskotinn blús og lék opinberlega í fjölmörg skipti árið 1990. Sveitin, sem hefur augljósa skírskotun í bækurnar um Tinna, var stofnuð haustið 1989 en kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en vorið eftir, meðlimir voru í upphafi Skúli Thoroddsen saxófón- og flautuleikari, Sigurður Hrafn Guðmundsson gítarleikari, Ludvig Forberg hljómborðsleikari, Árni Björnsson…

Blái fiðringurinn [1] (1991)

Árið 1991 var starfandi djass- og blússveit sem lék í nokkur skipti á opinberum vettvangi undir nafninu Blái fiðringurinn. Meðlimir sveitarinnr voru þau Magnús Sigurðsson gítarleikari, Árni Björnsson bassaleikari, Kjartan Guðnason trommuleikari, Skúli Thoroddsen saxófónleikari og Linda Gísladóttir söngkona.