Stundin okkar [annað] (1966-)

Lífseigasti sjónvarpsþáttur íslenskrar fjölmiðlasögu er Stundin okkar en þátturinn hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins frá upphafi stofnunarinnar og allt fram á þennan dag. Stundin okkar sem lengst af hefur verið á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagseftirmiðdögum, hóf göngu sína í desember 1966 og var í fyrstu í umsjón Hinriks Bjarnasonar, þátturinn hefur síðan þá verið nánast…

Smjattpattarnir (2003)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um rappdúett sem starfaði á Ólafsfirði árið 2003 undir nafninu Smjattpattarnir en þeir sendu frá sér að minnsta kosti eitt lag til spilunar, hugsanlega fleiri.

Smjattpattar [1] (1984)

Margir muna eftir Smjattpöttunum (Munch bunch) sem nutu töluverðra vinsælda á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, heil kynslóð barna fylgdist með ævintýrum þeirra í Stundinni okkar en þeir hurfu með jafnskjótum hætti og þeir höfðu birst. Íslendingar kynntust fyrst Smjattpöttunum þegar bókaútgáfan Vaka gaf út sumarið 1982 í þýðingu Þrándar Thoroddsen nokkrar barnabækur um…