Sveitasveitin Hundslappadrífa (1994-2005)

Sveitasveitin Hundslappadrífa vakti nokkra athygli undir lok síðustu aldar þegar sveitin sendi frá sér plötu en tónlist hennar þótti svolítið sér á báti, frumsamið þjóðlagaskotið rokk með vönduðum textum knúin af fremur óhefðbundinni hljóðfæraskipan. Sögu Hundslappadrífu má rekja allt aftur til 1994 þegar bræðurnir Þorkell Sigurmon og Þormóður Garðar Símonarsynir frá Görðum í Staðarsveit á…

Blunt (1994-95)

Tríóið Blunt mun hafa verið starfandi á Snæfellsnesi árin 1994 og 95. Sveitin keppti vorið 1995 í Músíktilraunum en komst ekki í úrslit þeirra. Meðlimir hennar voru Hans Ísfjörð Guðmundsson gítarleikari, Hjalti Már Baldursson bassaleikari og Sævar Freyr Reynisson [Rúnarsson?] trommuleikari.

Bárðarbúðarböðlarnir (1982-)

Bárðarbúðarböðlarnir hafa starfað með löngum hléum allt frá árinu 1982 og jafnvel lengur en sveitin er vinahópur sem spilar einstöku sinnum við hátíðleg tilefni. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en árið 1982 sendi hún frá sér tuttugu laga plötu sem hafði að geyma efni sem tekið var upp í partíum á Snæfellsnesinu…