Sniglar (1968-69)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sniglar var starfandi á Raufarhöfn veturinn 1968-69 en þar starfaði sveitin við Barna- og unglingaskólann. Meðlimir Snigla voru Halli Gvendar [?] gítarleikari, Guðjón Snæbjörnsson gítarleikari og söngvari, Siggi Palla [Sigurður Pálsson?] bassaleikari og Jóndi Guðna [?] trommuleikari, Sævar Geira [?] mun svo hafa tekið við trommunum af þeim síðast talda.…

Sniglabandið (1985-)

Saga hljómsveitarinnar Sniglabandsins er æði löng og spannar þegar þetta er ritað, hátt í fjörutíu ára nokkuð samfellda sögu þar sem léttleiki og gleði hafa löngum verið einkenni sveitarinnar en jafnframt hefur hún tekist á við alvarlegri verkefni inn á milli. Á þessum tíma hafa komið út á efnislegu formi á annan tug breiðskífna og…

Bifhjólasamtök lýðveldisins [félagsskapur] (1984-)

Bifhjólasamtök lýðveldisins eða bara Sniglarnir tengjast óbeint íslenskri tónlistarsögu með einum og öðrum þætti, m.a. með útgáfu tveggja platna. Samtökin voru stofnuð vorið 1984 og urðu strax öflugur málsvari mótorhjólafólks, ört fjölgaði í hópnum og þegar haldið var upp á ársafmælið voru meðlimir um hundrað talsins, ári síðar hafði fjöldinn tvöfaldast og þegar þetta er…