Combo Snorra Snorrasonar (1981)

Combo Snorra Snorrasonar var sérstaklega sett saman fyrir eina tónleika (til styrktar MS-félaginu), sumarið 1981. Meðlimir combósins voru Snorri Snorrason sem lék á klassískan gítar, Stefán Jökulsson trommuleikari, Sigurður Long Saxófónleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari.

Orion [2] (1964-70)

Hljómsveitin Orion var nokkuð sér á báti þann tíma sem hún starfaði síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en hún var nokkuð trú sinni Shadows-stefnu meðan aðrar sveitir breyttust í bítla- og síðan hippasveitir. Sveitin hafði líka þá sérstöðu í bransanum að hún var yfirlýst bindindissveit en slíkt var fátítt í þessum heimi. Sveitin var…

Mary Poppins (1997-2000)

Hljómsveitin Mary Poppins var eins konar fjarskyldur ættingi hljómsveitanna Jet Black Joe og Jetz en náði ekki þeim hæðum sem að minnsta kosti fyrrnefnda sveitin náði. Sveitin sendi þó frá sér smáskífu og breiðskífu í kringum aldamótin. Gunnar Bjarni Ragnarsson hafði notið velgengni sem aðal lagasmiður Jet Black Joe og þegar sögu þeirrar sveitar lauk…

Raybees (1996-97)

Rokkhljómsveitin Raybees kvað sér hljóðs 1996, boðaði frumsamið efni en hvarf í ársbyrjun 1997. Snorri Snorrason söngvari, Örvar Omri Ólafsson gítarleikari, Jón Árnason gítarleikari, Brynjar Brynjólfsson bassaleikari og Óskar Ingi Gíslason trommuleikari skipuðu Raybees.