Móðins [1] (1988-91)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Móðins (einnig nefnd Móðir Óðins) en hún starfaði í Grindavík í kringum 1990 og var skipuð ungmennum á grunn- eða menntaskólaaldri. Sveitin var um tíma sextett, vorið 1988 var Sólný Pálsdóttir söngvari hennar sem og Bergur Þór Ingólfsson, einnig gæti Júlíus Daníelsson hafa sungið með sveitinni en…

Efri deild alþingis (1991)

Efri deild Alþingis er hljómsveit frá Egilsstöðum, starfandi 1991. Það ár átti sveitin lag á safnplötunni Húsið, meðlimir voru þá Sólný Pálsdóttir söngkona, Bjarni H. Kristjánsson gítarleikari, Gunnlaugur Kristinsson gítarleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Sigurður Jóhannes Jónsson trommuleikari og Sveinn Ari Guðjónsson bassaleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Efri deild Alþingis.