Hólmfríður Benediktsdóttir (1950-)

Hólmfríður Benediktsdóttir hefur sett mikinn svip á tónlistarstarf í S-Þingeyjarsýslum síðustu áratugina, bæði sem söngkona og kórstjórnandi en hún hefur stjórnað ógrynni kóra af ýmsu tagi, einkum barnakórum í gegnum tíðina. Hólmfríður Sigrún Benediktsdóttir er fædd 1950 – hún er Húsvíkingur að uppruna en fór suður til Reykjavíkur, fyrst í kennara- og tónmenntakennaranám og svo…

Sólseturskórinn [2] (1992-)

Á Húsavík hefur um langt árabil starfað kór eldri borgara, lengst af undir nafninu Sólseturskórinn (stundum með rithættinum Sólseturkórinn). Kórinn mun hafa verið stofnaður árið 1992 en líklega liðu fjölmörg ár áður en hann hlaut nafnið Sólseturskórinn, líklega var það ekki fyrr en um aldamót. Reyndar eru upplýsingar almennt mjög takmarkaðar um þennan kór einkum…

Sólseturskórinn [1] (1982-94)

Lítið er vitað með vissu um kór eldri borgara sem starfaði við Neskirkju á níunda og tíunda áratugnum en hann mun á einhverjum tímapunktum hafa verið kallaður Sólseturskórinn (Sólseturkórinn). Fyrir liggur að Reynir Jónasson (harmonikkuleikari) stjórnaði kór eldri borgara við Neskirkju haustið 1982 en hann var þá organisti við kirkjuna. Svo virðist sem kórinn hafi…