Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

Út að skjóta hippa (1992)

Út að skjóta hippa var skammlíf ballsveit sem starfaði haustið 1992. Sveitin var angi af Skriðjöklum frá Akureyri en meðlimir hennar voru Sölvi Ingólfsson söngvari, Kristján Edelstein gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari.