Söngfélag Framtíðarinnar [1] (1912)

Lítið er vitað um Söngfélag Framtíðarinnar en Framtíðin var ungmennafélag sem stofnað hafði verið í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði árið 1909 upp úr samnefndu bindindisfélagi, félagið starfaði að minnsta kosti fram undir 1990. Söngfélag Framtíðarinnar (einnig nefnt Söngflokkur Framtíðarinnar) söng á skemmtun í hreppnum sumarið 1912 undir stjórn Valgerðar Briem en að öðru leyti eru upplýsingar…

Söngfélag Framtíðarinnar [2] (1931-32)

Söngfélag Framtíðarinnar var starfrækt veturinn 1931-32 innan góðtemplarastúkunnar Framtíðarinnar (nr. 173) sem líklega var í Mosfellssveitinni. Um var að ræða tuttugu manna blandaðan [?] kór en uppistaða hans mun síðan hafa myndað söngflokk IOGT sem hlaut síðar nafnið Templarakórinn, stofnaður 1932. Engar upplýsingar er að finna um stjórnanda Söngfélags Framtíðarinnar.