Söngfélagið Bragi [1] (1900-01)

Söngfélagið Bragi var fjölmennt söngfélag sem starfaði í Reykjavík um aldamótin 1900 en að sama skapi skammlíft, virðist aðeins hafa starfað í eitt eða tvö ár. Steingrímur Johnsen söngkennari og söngfræðingur (d. 1901) annaðist söngstjórnina en upplýsingar um þetta félag eru af skornum skammti.

Söngfélagið Bragi [2] (1920-24)

Karlakór var stofnaður innan verkamannafélagsins Dagsbrúnar vorið 1920 og starfaði í nokkur ár undir nafninu Söngfélagið Bragi. Félagið var afar virkt, um þrjátíu manns skráðu sig strax í það og fljótlega var sú tala komin upp í fjörutíu – ekki liggur fyrir hvort fjölgaði enn frekar í því. Pétur Lárusson var ráðinn söngkennari og söngstjóri…

Steingrímur Johnsen (1846-1901)

Steingrímur Johnsen (f. 10. desember 1846) var Reykvíkingur, og frumkvöðull í sönglist og söngkennslu á Íslandi í lok nítjándu aldar. Steingrímur var alla tíða áhugamaður um söng, fór til guðfræðináms í Kaupmannahöfn og kenndi við Lærða skólann í Reykjavík þegar heim kom. Hann hóf ennfremur að kenna söng við skólann frá 1877 þegar Pétur Guðjohnsen…