Söngfélagið Bragi [1] (1900-01)
Söngfélagið Bragi var fjölmennt söngfélag sem starfaði í Reykjavík um aldamótin 1900 en að sama skapi skammlíft, virðist aðeins hafa starfað í eitt eða tvö ár. Steingrímur Johnsen söngkennari og söngfræðingur (d. 1901) annaðist söngstjórnina en upplýsingar um þetta félag eru af skornum skammti.

