Spiritus [1] (1996-97)

Um miðjan tíunda áratuginn var starfrækt hljómsveit á Stöðvarfirði undir nafninu Spiritus, sveitin starfaði um eins og hálfs árs skeið árið 1996 og 97. Spiritus var stofnuð vorið 1996 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Hilmar Garðarsson söngvari, Svanur Vilbergsson gítarleikari, Guðjón Viðarsson bassaleikari, Tom Björnsson trommuleikari og svo Pálmi Fannar Smárason rythmagítarleikari sem starfaði með…

Spiritus [2] (1997)

Sumarið 1997 starfaði (líklega um skamman tíma) hljómsveit sem bar nafnið Spiritus en hún var starfrækt í tengslum við Vinnuskóla Reykjavíkur og voru liðsmenn sveitarinnar því á unglingsaldri. Meðlimir Spiritus voru Guðjón Albertsson, Halldór Gunnlaugsson, Steindór Ö. Ólafsson og Bjarni Gunnarsson en upplýsingar vantar um á hvaða hljóðfæri þeir félagar léku, kunnugir mættu senda Glatkistunni…

Spíritus (1992-94)

Hljómsveitin Spíritus starfaði í Sandgerði á fyrri hluta tíunda áratugarins og lék nokkuð á dansleikjum á Suðurnesjunum en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Spíritus var stofnuð síðla árs 1992 upp úr hljómsveitinni Tengdó en meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Þór Guðmundsson söngvari, Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur Clausen bassaleikari, Kristinn Einarsson hljómborðsleikari og trommuleikari sem nafn vantar á…