Hljómsveit Jóns Gíslasonar (2012)

Hljómsveit Jóns Gíslasonar starfaði um skeið innan Félags harmonikuunnenda í Skagafirði. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði en sumarið 2012 voru meðlimir hennar Jón Gíslason hljómsveitarstjóri og harmonikkuleikari, Guðmundur Ragnarsson bassaleikari, Stefán Gíslason harmonikku- og píanóleikari og Kristján Þór Hansen trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar (1971-2019)

Þær finnast varla langlífari hljómsveitirnar en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hefur reyndar runnið sitt skeið en starfaði í nærri því hálfa öld. Sveitin naut alla tíð mikilla vinsælda norðanlands en átti einnig löng tímabil þar sem landsmenn allir dönsuðu í takt við skagfirsku sveifluna eins og tónlist Geirmundar hefur verið kölluð frá því á níunda…

Goðgá [2] (1978-88)

Hljómsveitin Goðgá starfaði með hléum á höfuðborgarsvæðinu um árabil, lék að mestu á dansstöðum borgarinnar en brá einstöku fyrir sig betri fætinum til að spila á sveitaböllum. Goðgá var stofnuð 1978, framan af voru í sveitinni Ásgeir Hólm saxófónleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari og Mjöll Hólm söngkona en þannig…