Karlakórinn Skjálfandi (1923-27)

Karlakórinn Skjálfandi hélt uppi sönglífi Húsvíkinga um fjögurra ára skeið á árunum 1923-27. Afar litlar heimildir finnast um þennan kór, ein þeirra segir að Einar Guðjohnsen verslunarmaður á Húsavík hafi verið stjórnandi hans en önnur heimild segir Stefán Guðjohnsen hafa gegnt þeim starfa. Allar frekari upplýsingar varðandi Karlakórinn Skjálfanda væru vel þegnar.

Karlakórinn Þrymur [1] (1905-18)

Á Húsavík starfaði Karlakórinn Þrymur rétt eftir aldamótin 1900. Hann var stofnaður fyrir frumkvæði Stefáns Guðjohnsen en hann stjórnaði kórnum einnig. Þrymur starfaði á árunum 1905 til 1918 en tvö síðustu árin var komið los á starfsemina og að lokum hætti hann. Einum og hálfum áratug síðar var nýr karlakór stofnaður á Húsavík undir sama…

Karlakórinn Þrymur [2] (1933-75)

Karlakórinn Þrymur á Húsavík (hinn síðari) starfaði mun lengur en sá fyrri eða í liðlega hálfa öld. Stefán Guðjohnsen sem hafði haft veg og vanda af fyrri Þrymi kom að stofnun seinni kórsins haustið 1933 en sr. Friðrik A. Friðriksson, sem var þá nýkominn til Íslands úr Vesturheimi, og fleiri aðilar komu einnig að stofnun…