Hverjir (1965)

Hljómsveitin Hverjir starfaði á Ísafirði árið 1965 (að öllum líkindum) en nafn hennar var sótt til bresku sveitarinnar The Who. Meðlimir Hverra voru ungir að árum og meðal þeirra var Rúnar Þór Pétursson en þetta var fyrsta hljómsveitin sem hann starfaði með, hann lék á trommur í sveitinni en aðrir meðlimir hennar voru Örn Jónsson…

Skippers (1965-69)

Hljómsveitin Skippers var bítlasveit á Ísafirði sem skartaði nokkrum tónlistarmönnum sem síðar léku með þekktum hljómsveitum eins og Grafík, Ýr, GRM o.fl. Skippers var að öllum líkindum stofnuð haustið 1965 og starfaði til 1969 en sveitir eins og Blackbird, Trap o.fl. voru síðar stofnaðar upp úr henni. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Rúnar Þór Pétursson gítarleikari,…

Trap (1967-70 / 2010-)

Hljómsveitin Trap var starfandi á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar á Ísafirði, meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum enda var hún starfrækt í Gagnfræðiskólanum í bænum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en hér er giskað á 1967-70). Meðlimir Traps voru Stefán Símonarson gítarleikari, Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari, Kristján Hermannsson…