Skólahljómsveitir Miðbæjarskólans (1947-63)

Elstu heimildir um skólahljómsveit við Miðbæjarskólann eru frá því í kringum 1947 eða 48 en í gagnfræðadeild skólans starfræktu þá Hrafn Pálsson, Ólafur Stephensen og Stefán Stefánsson hljómsveit sem gekk reyndar undir nafninu S.O.S. tríóið og fjallað er um annars staðar á síðunni. Viðar Alfreðsson gæti einnig hafa leikið með þeim í nafni hljómsveitar skólans.…

S.O.S. tríóið (1948-53)

Í kringum 1950 kom fram á sjónarsviðið tríó tónlistarmanna á barnsaldri undir nafninu S.O.S. tríóið, og vakti töluverða athygli. Líklega var tríóið stofnað árið 1948 en meðlimir þess voru þeir (Sigurður) Hrafn Pálsson gítarleikari, Ólafur Stephensen harmonikkuleikari og Stefán Stefánsson gítarleikari en þeir voru þá um tólf ára gamlir nemar í Miðbæjarskólanum, nafn sveitarinnar var…

Æðruleysi (1989)

Hljómsveitin Æðruleysi var frá Patreksfirði en hún var stofnuð upp úr Rokkkvörninni sem hafði þá starfað um árabil vestra. Meðlimir Æðruleysis voru Sigurður Ingi Pálsson trommuleikari og söngvari, Hilmar Árnason bassaleikari, Gústaf Gústafsson gítarleikari og Stefán Stefánsson gítarleikari og söngvari. Sveitin átti lag á safnplötunni Vestan vindar sem kom út árið 1989 en það var…