Fjórir fjörugir [1] (1958-61)

Hljómsveitin Fjórir fjörugir starfaði yfir sumartímann á Siglufirði nokkur sumur í kringum 1960 meðan síldin var enn úti fyrir landi og bærinn iðaði af lífi. Nokkuð óljóst er hvenær Fjórir fjörugir tóku til starfa undir þessu nafni en að minnsta kosti hluti sveitarinnar hafði leikið saman undir nafninu Tónatríó nokkur sumur á undan, heimildir eru…

Tónatríó [2] (1957-60)

Tónatríó var starfrækt á Siglufirði fyrir og um 1960 en starfaði einvörðungu yfir sumartímann. Sveitin var stofnuð vorið 1957 og voru meðlimir hennar Hlöður Freyr Bjarnason píanóleikari, Sverrir Sveinsson trommuleikari og Steingrímur Guðmundsson harmonikkuleikari. Þeir félagar spiluðu mestmegnis á heimaslóðum og nágrannasveitarfélögunum. Tónatríóið starfaði aðeins á sumrin þar eð meðlimir þess voru ekki búsettir á…