Samkór Fáskrúðsfjarðar (1968-97)

Að minnsta kosti í þrígang hafa verið starfandi söngfélög á Fáskrúðsfirði undir nafninu Samkór Fáskrúðsfjarðar en umfjöllunum um þá er hér steypt saman. Fyrsti Samkór Fáskrúðsfjarðar var að öllum líkindum stofnaður haustið 1968 og starfaði hann um þriggja til fjögurra ára skeið og að líkindum allan tímann undir stjórn Steingríms Sigfússonar organista og skólastjóra tónlistarskólans…

Steingrímur Sigfússon (1919-76)

Spor Steingríms Sigfússonar tónskálds liggja víða en hann var einnig organisti, kórstjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Steingrímur Matthías Sigfússon fæddist á bænum Hvalsá norður í Hrútafirði og ólst upp þar í sveit en hann var tekinn þriggja ára í fóstur þegar faðir hans veiktist. Á fósturheimilinu komst hann fyrst í kynni við tónlist og…

Samkór Vestmannaeyja [2] (1963-80)

Tveir tengdir kórar hafa starfað í Vestmannaeyjum undir nafninu Samkór Vestmannaeyja, færa mætti rök fyrir því að um sama kór sé að ræða en hér miðast við að um tvo kóra sé að ræða enda liðu fimmtán ár frá því að hinn fyrri hætti og hinn síðari tók til starfa. Samkór Vestmannaeyja hinn fyrri var…