Stemning (1971-72)

Veturinn 1971 til 72 var húshljómsveit í Silfurtunglinu við Snorrabraut sem bar heitið Stemning (einnig ritað Stemming). Heimildir um þessa sveit eru af afar skornum skammti og reyndar er ofangreint það eina sem fyrir liggur um hana og er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, auk annars sem heima ætti í umfjöllun…

Stemming [1] (1989)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem kallaðist Stemming er hún mun hafa verið starfandi í Reykjavík sumarið 1989. Um var að ræða ballhljómsveit sem eitthvað var á ferðinni um landsbyggðina um sumarið, að minnsta kosti spilaði hún á Vestfjörðum. Óskað er eftir upplýsingum meðlimi þessarar sveitar, hljóðfæraskipan og annað.

Stemming [2] (1990-92)

Hljómsveit sem bar nafnið Stemming starfaði á Austurlandi og gerði út frá Fellabæ á Héraði um tveggja ára skeið á árunum 1990 til 92. Sveitin lék á almennum dansleikjum, árshátíðum og þorrablótum á Héraði en kom einnig fram á Djasshátíð Egilsstaða sumarið 1991. Meðlimir Stemmingar voru þeir Ingólfur Kristinn Guðnason gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari,…