Stemning (1971-72)

Veturinn 1971 til 72 var húshljómsveit í Silfurtunglinu við Snorrabraut sem bar heitið Stemning (einnig ritað Stemming).

Heimildir um þessa sveit eru af afar skornum skammti og reyndar er ofangreint það eina sem fyrir liggur um hana og er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, auk annars sem heima ætti í umfjöllun um hana.