Stress [1] (1977)

Hljómsveit var starfrækt í Hveragerði árið 1977 undir nafninu Stress, sveitin var stofnuð snemma árs en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Dagbjartsson gítarleikari, Kjartan Busk trommuleikari, Jónas Þórðarson bassaleikari og Halldór Skúlason söngvari en einnig gætu Ásgeir Karlsson gítarleikari og Stígur Dagbjartsson gítarleikari hafa verið í henni. Frekari upplýsingar…

Stress [2] (1981-82)

Hljómsveitin Stress mun hafa verið einhvers konar pönksveit sem starfaði í Hafnarfirði og skartaði m.a. meðlimum sem síðar urðu þekkt nöfn í tónlistinni og víðar. Meðlimir Stress voru þeir Stefán Hjörleifsson gítarleikari, Haraldur Baldvinsson söngvari, Hallur Helgason trommuleikari og Atli Geir Grétarsson bassaleikari. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1981 og 82, og kom…

Stress [3] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Selfossi undir nafninu Stress, hugsanlega fyrir 1985. Fyrir liggur að Gunnar Árnason gítarleikari og Kristjana Stefánsdóttir söngkona voru í sveitinni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan, hvenær hún starfaði og hversu lengi.