Yfir 400 söngtextar bætast við Glatkistuna

Á fimmta hundrað sönglagatextar hafa nú bæst í textasafn Glatkistunnar en textasafnið á vefsíðunni spannar nú um þrjú þúsund slíka, þeirra á meðal má finna allt frá algengustu partíslögurum til sjaldheyrðra texta sem hvergi annars staðar er að finna á víðáttum Internetsins. Í þessum nýja skammti kennir ýmissa grasa og hér er helst að nefna…

Súkkat (1990-2009)

Dúettinn Súkkat var töluvert í umræðunni á síðasta áratug liðinnar aldar en hann þótti þá koma með ferskt innlegg í annars fremur bragðdaufa tónlistarflóruna, þrjár plötur komu út með Súkkat og fjölmörg lög náðu vinsældum. Þeir Súkkat-liðar Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson munu hafa kynnst í námi sínu sem matreiðslumenn en þeir voru oft…

Gjörsamlega rökrétt framhald

Grísalappalísa – Rökrétt framhald 12T065, 2014 Grísalappalísa er rétt að verða þriggja ára gömul sveit en hefur þegar þetta er skrifað þó gefið út tvær breiðskífur og tvær vínylsmáskífur (sjö tommur) með ábreiðulögum eftir Megas og Stuðmenn þannig að hún er afkastameiri en flestar aðrar, það eru e.t.v. bara fáeinar sveitir eins og Utangarðsmenn og…