Szymon Kuran (1955-2005)
Fiðluleikarinn Szymon Kuran er einn þeirra fjölmörgu erlendu tónlistarmanna sem hingað hafa komið, fest hér rætur og sett svip sinn á tónlistarlíf landsmanna. Hann var mikilsvirtur fiðluleikari og tónskáld, lék alls konar tónlist og er hana að finna á fjölmörgum útgefnum plötum hérlendis. Szymon Jakob Kuran fæddist í Póllandi síðla árs 1955 og fljótlega var…

