Svanir [2] (?)

Innan barnastúkunnar Siðsemdar (st. 1891) var um tíma starfræktur drengjakór undir nafninu Svanir. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær þessi kór var starfandi en stjórnandi hans var Steinunn Steinsdóttir á Sólbakka í Garði og stjórnaði hún á sama tíma stúlknakór innan stúkunnar sem gekk undir nafninu Liljurnar. Steinunn lést árið 1944 svo ljóst er að…

Karlakórinn Svanir [1] (1915-80)

Karlarkórinn Svanir á Akranesi var sá kór hérlendis sem hvað lengst hefur starfað en hann starfaði nær samfellt í sextíu og fimm ár á síðustu öld. Sögu kórsins er þó ekki lokið því hann var endurreistur haustið 2013 og lifir ágætu lífi í dag. Litlar heimildir er að finna um kórinn frá fyrstu árum hans,…