Svörtu sauðirnir [1] (1992)

Hljómsveit sem bar heitið Svörtu sauðirnir og mun hafa verið starfandi á Akureyri 1992, kom suður til Reykjavíkur síðsumars það sama ár og lék á Amsterdam, þá mun sveitin hafa verið starfandi um tíma fyrir norðan skv. umfjöllun. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir upplýsingum…

Svörtu sauðirnir [2] (2008-14)

Hljómsveitin Svörtu sauðirnir var skipuð ungum tónlistarmönnum á Blönduósi og lék nokkuð á dansleikjum í heimabyggð, að öllum líkindum á árunum 2008 til 2014. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, hún gæti hafa verið stofnuð innan Skólalúðrasveitar Austur-Húnavatnssýslu en það er hrein ágiskun. Meðlimir Svörtu sauðanna voru líkast til fimm talsins og meðal…

Svörtu sauðirnir [3] (2010)

Þeir félagar Karl Bjarni Guðmundsson (Kalli Bjarni Idol-sigurvegari) og Einar Ágúst Víðisson (Skítamórall o.fl.) komu fram vorið 2010 undir nafninu Svörtu sauðirnir þar sem þeir skemmtu með söng og gítarspili. Ekki liggur fyrir hvort þar var einungis um að ræða eitt eða fáein skipti.