Baron blitz (1986)

Þessi hljómsveit var stofnuð vorið 1986 og keppti fljótlega í Músíktilraunum Tónabæjar en komst reyndar ekki í úrslit. Sveitin spilaði eins konar þungt rokk og hafði verið stofnuð upp úr Sweet pain. Að öðru leyti liggja ekki fyrir upplýsingar um sveitina.

Sweet pain (1985 – 1986)

Litlar upplýsingar er að finna um þungarokkssveitina Sweet pain, hún mun hafa verið starfandi sumarið 1985 og líklega fram á vor 1986 en þá var hún skráð til leiks á Músíktilraunum. Sveitin mætti ekki til leiks í Músíktilraunum en önnur sveit, Baron blitz, var stofnuð upp úr henni og keppti. Ekki er ljóst hvort sú…