Sweet pain (1985-86)

engin mynd tiltækLitlar upplýsingar er að finna um þungarokkssveitina Sweet pain, hún mun hafa verið starfandi sumarið 1985 og líklega fram á vor 1986 en þá var hún skráð til leiks á Músíktilraunum. Sveitin mætti ekki til leiks í Músíktilraunum en önnur sveit, Baron blitz, var stofnuð upp úr henni og keppti. Ekki er ljóst hvort sú sveit var ný af nálinni eða sama sveit með nýju nafni.

Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar aðrar en þær að Ragnar Björnsson var trommuleikari hennar.