The Swingers mun hafa verið hljómsveit sem Sigurður Johnny Þórðarson söngvari hélt úti og lék að mestu leyti í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Engar upplýsingar er að finna um sveitina aðrar en að fjölmargar söngkonur komu við sögu hennar, þar má nefna Fjólu Ólafsdóttur, Díönu Magnúsdóttur, Astrid Jensen, Mjöll Hólm og Maríu Baldursdóttur.