The Human seeds (1991)

Hljómsveitin The Human seeds var eins konar flipp eða hliðarverkefni innan Sykurmolanna en sveitin kom líklega tvívegis fram opinberlega, annars vegar í Bandaríkjunum þar sem Sykurmolarnir voru á tónleikaferðalagi sumarið 1991 og svo á Smekkleysukvöldi á Hótel Borg um haustið. Meðlimir The Human seeds voru þeir Sigtryggur Baldursson bassaleikari og söngvari, Bragi Ólafsson trommuleikari og…

Sykurmolarnir (1986-92)

Hljómsveitin Sykurmolarnir á sér merkilega sögu og marka að mörgu leyti tímamót í íslenskri tónlist, sveitin varð t.a.m. fyrst íslenskra hljómsveita til að öðlast alþjóðlega frægð og viðurkenningu, hún markar upphaf ferils Bjarkar Guðmundsdóttur sem stórstjörnu í tónlist, hún varð fyrst íslenskra hljómsveita til að selja yfir milljón eintök af plötu, var og er e.t.v.…

Johnny Triumph (1985-)

Johnny Triumph er aukasjálf Sjóns en það er oftar en ekki tengt laginu Luftgítar sem hann flutti ásamt hljómsveitinni Sykurmolunum á sínum tíma. Rithöfundurinn Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson) kom upphaflega opinberlega með persónuna Johnny Triumph sumarið 1985 en það var þó ekki fyrr en ári síðar sem hljómsveitin Sykurmolarnir var stofnuð. Haustið 1987 kom síðan…