Hljómkórinn [1] (1980)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómkórinn svokallaða sem var blandaður kór ungmenna á Þingeyri en þessi kór söng á tónleikum sem heyrðu undir tónlistarhátíðina Syngjandi páskar sem haldnir voru í þorpinu vorið 1980. Hér er óskað eftir upplýsingum um stærð kórsins, hvers konar tónlist hann söng og jafnframt upplýsingum um kórstjórnanda og starfstíma.

Syngjandi páskar [1] [tónlistarviðburður] (1956-58)

Syngjandi páskar var yfirskrift tónlistarskemmtana sem Félag íslenzkra einsöngvara stóð fyrir á sjötta áratug síðustu aldar en þær nutu gríðarlegra vinsælda. Félag einsöngvara hafði verið stofnað árið 1954 til að efla hag einsöngs hér á landi og snemma árs 1956 kom upp sú hugmynd að stofna til tónlistarskemmtunar um páskana af léttara taginu svo almenningur…

Syngjandi páskar [2] [tónlistarviðburður] (1980-86)

Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um tónlistarviðburð sem Dýrfirðingar héldu um árabil í kringum páskahátíðina undir yfirskriftinni Syngjandi páskar, líkast til var hátíðin haldin fyrst haldin árið 1980 og svo árlega til 1986 að minnsta kosti, hugsanlega jafnvel mun lengur. Það mun hafa verið Tómas Jónsson skólastjóri og sparisjóðsstjóri sem var aðal hvatamaðurinn og drifkrafturinn…