Hljómsveitakeppni Ford fyrirsætukeppninnar [tónlistarviðburður] (2011)

Ford fyrirsætukeppnin virðist við fyrstu sýn eiga lítið skylt við tónlist en árið 2011 kom upp sú hugmynd innan keppninnar hérlendis að halda hljómsveitakeppni í samstarfi við hljóðverið Sýrland og Benzin music þar sem sigursveitin myndi koma fram á úrslitakvöldi fyrirsætukeppninnar í febrúar, verðlaunin yrðu þau að lag yrði fullunnið með sigursveitinni auk myndbands við…

Grettisgat [hljóðver] (1981-86)

Hljóðverið Grettisgat starfaði á árunum 1981-86 og var í eigu meðlima Þursaflokksins og Júlíusar Agnarssonar. Hljóðverið var alla tíð staðsett í bakhúsi við heimili Egils Ólafssonar að Grettisgötu 8 en þar voru margar plötur teknar upp. Í upphafi var farið af stað með átta rása upptökutæki sem mörgum þótti lítið en þá voru tónlistarmenn farnir…