Taktík [1] (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Taktík keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Atlavík 1987. Engar upplýsingar finnast um skipan þessarar sveitar og því allt eins líklegt að hún hafi verið stofnuð í þeim eina tilgangi að komast frítt inn á hátíðarsvæðið.

Taktík [2] (1999-2000)

Hljómsveitin Taktík fór mikinn á Kringlukránni um síðustu aldamót en lék einnig eitthvað utan Kringlunnar. Meðlimir Taktíkur voru Ómar Diðriksson söngvari og gítarleikari, Halldór Halldórsson bassaleikari, Baldur Ketilsson gítarleikari[?] og Sigurvaldi Ívar Helgason trommuleikari. Sveitin lifði aldamótin af en varla meira en það.

Taktík [3] (2007-08)

Ballhljómsveitin Taktík var stofnuð í lok ársins 2007, einungis til að anna eftirspurn á ballmarkaðnum. Meðlimir sveitarinnar voru Einar Ágúst Víðisson söngvari (Skítamórall o.fl.), Eysteinn Eysteinsson trommuleikari (Papar o.fl.), Ingi Valur Grétarsson (Sixites o.fl.) og Ingimundur Óskarsson bassaleikari (Sixties, Dúndurfréttir o.fl.). Sveitin var skammlíf, starfaði eitthvað fram eftir árinu 2008 en hætti svo.