Þögnin [2] (1969)

Hljómsveitin Þögnin starfaði í Vestmannaeyjum 1969 og líklega lengur, og var skipuð ungum meðlimum á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Meðlimir Þagnarinnar voru Sigurjón Ingi Ingólfsson gítarleikari, Einar Hallgrímsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur Jóhann Olgeirsson hljómborðsleikari, Valþór Sigþórsson trommuleikari og Kristinn (Diddi) Jónsson bassaleikari. Sól sveitarinnar mun hafa risið hvað hæst þegar hún var meðal…

Þögnin [1] (1968)

Hljómsveit sem bar nafnið Þögnin lék á árshátíð Menntaskólans á Akureyri haustið 1968. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit, hvorki um meðlimi hennar né líftíma og hér er gert ráð fyrir að sveitin hafi verið starfrækt á Akureyri en sé ekki sú sama og starfaði líklega í Vestmannaeyjum um svipað leyti.