Krossfield drengjakórinn (1995-2010)

Krossfield drengjakórinn var hljómsveit sem starfrækt var í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit á árunum í kringum síðustu aldamót, sveitin er í einni heimild að minnsta kosti kölluð Hljómsveit Ólafs Arngrímssonar. Krossfield drengjakórinn skipuðu áðurnefndur Ólafur Arngrímsson þáverandi skólastjóri á Stórutjörnum sem lék á hljómborð, Jaan Alavere kennari við skólann var hljómborðs-, harmonikku- og fiðluleikari, og Sigurður…

Gammar [1] (1974-77)

Söngkvintett starfaði á Akureyri á árunum 1974 til 1977 undir nafninu Gammar. Gammarnir munu hafa komið fram opinberlega á nokkrum söngskemmtunum nyrðra áður en kvintettinn kom fram í sjónvarpsþætti síðsumars 1975. Þær sjónvarpsupptökur eru nú glataðar eins og svo margt frá upphafsárum Ríkissjónvarpsins en einhverjar upptökur frá æfingum hópsins hafa verið varðveittar. Annars sungu Gammar…

Blandaður kvartett MA (1968)

Árið 1968 var starfræktur kór við Menntaskólann á Akureyri undir stjórn Sigurðar Demetz. Innan kórsins var söngkvartett sem gekk undir nafninu Blandaður kvartett MA en hann var undir stjórn Ingimars Eydal sem jafnframt var undirleikari hans. Meðlimir kvartettsins voru Sigrún Harðardóttir, Valgerður Jóna Gunnarsdóttir, Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Þórhallur Bragason.