Ósmenn (1967-72)

Hljómsveitin Ósmenn starfaði á Blönduósi um 1970, þetta var ballsveit sem lék einkum í Húnaþingi og var m.a. fastur gestur á Húnavöku, en fór stundum út fyrir heimabyggðina og lék t.a.m. í einhver skipti um verslunarmannahelgar í Vaglaskógi. Ósmenn voru stofnaðir vorið 1967 og störfuðu þá fyrst aðeins yfir sumarið en fóru þá í pásu.…

Nafnlausa hljómsveitin [5] (2005)

Nafnlausa hljómsveitin starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 2005. Meðlimir þessarar sveitar voru Sváfnir Sigurðarson, Kjartan Guðnason, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, Þórir Jóhannsson og Sigurgeir Sigmundsson. Engar upplýsingar finnast um hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar.

Pass [2] (1987-88)

Akureyska hljómsveitin Pass starfaði að minnsta kosti í eitt og hálft ár við lok níunda áratugarins og lék víða á þeim tíma. Pass var stofnuð haustið 1987 en meðlimir sveitarinnar voru þá Þórir Jóhannsson bassaleikari (Kandís o.fl.), Halldór Hauksson trommuleikari (Chaplin, N1+ o.fl.), Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari (Stjórnin o.fl.) og Vilhelm Hallgrímsson hljómborðsleikari, Júlíus Guðmundsson (Namm,…

Kandís [1] (1992-93)

Hljómsveitin Kandís var fremur skammlíf soulhljómsveit sem kom með nokkrum látum inn á sjónarsviðið en hvarf þaðan jafnharðan aftur. Kandís var stofnuð haustið 1992 af Kanadamanninum George Grosman en honum hafði boðist að vera með tvö lög á safnplötunni Lagasafnið 2 sem þá var væntanleg fyrir jólin, sveitin var stofnuð í þeim tilgangi. Annað lagið…