Hljómsveit Reykjaskóla (1962-64)

Hljómsveitir voru oft starfræktar við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og voru líklega iðulega kallaðar Skólahljómsveit Reykjaskóla. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær fyrsta hljómsveitin starfaði við skólann, hugsanlega undir lok sjötta áratugarins en fyrsta staðfesta sveitin starfaði þar veturinn 1962-63, Þórir Steingrímsson trommuleikari (og síðar upptökumaður) var þar titlaður hljómsveitarstjóri en aðrir meðlimir voru Gunnar…

Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

Brúartríóið (1960-62)

Takmarkaðar heimildir er að finna um tríó sem kennt hefur verið við Brú í Hrútafirði og var einfaldlega kallað Brúartríóið. Meðlimir þess í upphafi og lengi vel voru Gunnar Ó. Kvaran harmonikkuleikari, Helgi Steingrímsson gítarleikari og Þórir Steingrímsson trommuleikari en þeir Helgi og Þórir voru bræður. Þeir byrjuðu að leika saman árið 1960 en Þórir…

Ómar [2] (1964-68)

Hljómsveitin Ómar frá Reyðarfirði var dæmigerð hljómsveit á landsbyggðinni sem sinnti sinni heimabyggð og nágrannabyggðalögum með sóma, lék á dansleikjum fyrir alla aldurshópa og var skipuð meðlimum á ýmsum aldri. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Ómar var stofnuð, sumar heimildir segja hana stofnaða 1964 en saga hennar gæti náð allt aftur til ársins 1962 eða…