Sport (1996)

Hljómsveitin Sport lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins í nokkur skipti vorið 1996 og virðist hafa verið fremur skammlíf sveit. Meðlimir Sport voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Páll Úlfar Júlíusson trommuleikari, Stefán Már Magnússon gítarleikari og Ottó Tynes söngvari og gítarleikari en þeir félagar lögðu einkum áherslu á breskt gítarrokk í bland við eigið frumsamið efni.…

Íslenskir tónar [2] (1991-93)

Hljómsveitin Íslenskir tónar vakti nokkra athygli á árunum 1991-93, sveitin var nokkuð virk um tíma og átti þá efni á safnplötum. Íslenskir tónar voru stofnaðir í Menntaskólanum við Sund fyrri part árs 1991. Á þeim tíma var heilmikil tónlistarvakning innan skólans, framsækinn andi í loftinu og fjölmargir tónleikar haldnir innan veggja hans, og innan þess…

Ottó og nashyrningarnir (1988-89)

Rokkhljómsveitin Ottó og nashyrningarnir starfaði á árunum 1988 og 89 en síðarnefnda árið hélt hún til Sovétríkjanna sálugu ásamt nokkrum öðrum íslenskum sveitum á vegum friðar- og umhverfisverndarsamtakanna Next stop Soviet. Það voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Kristinn Pétursson trommuleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Snorri Sturluson gítarleikari sem skipuðu þessa sveit.